Skjálftar við Langjökul

Birta á :

Jarðskjálftahrina hófst við suðvesturenda Langjökuls í morgun.  Um 20 skjálftar höfðu mælst um hádegið, sá stærsti M 3,1 og fannst

Upptök skjálftanna við Langjökul. Myndin er fengin af vef veðurstofu Íslands.
Upptök skjálftanna við Langjökul. Myndin er fengin af vef veðurstofu Íslands.

vel.  Ferðaþjónustufyrirtæki eru með starfsemi á þessum slóðum og fann fólk á þeirra vegum fyrir stærstu skjálftunum.  Líklegt er að þeir hafi einnig fundist í Húsafelli sem er ekki langt frá, eða um 12-13 km.

Skjálftarnir eru flestir fremur grunnir á 2-5 km dýpi.  Algengt er að skjálftahrinur verði við Langjökul, einkum við vesturbrún hans.  Tvö eldstöðvakerfi eru talin vera í jöklinum, annað norðantil í honum og hitt sunnantil.  Þessir skjálftar eru í útjaðri þess kerfis.  Hrina varð á svipuðum slóðum í júní 2011 en þó heldur sunnar.

Ekki hefur gosið í eldstöðvakerfum Langjökuls síðan árið 900 þegar Hallmundarhraun rann alla leið til byggða í Hvítársíðu um 50 km leið frá norðvesturbrún Langjökuls.  Öfugt við litla gosvirkni er jarðskjálftavirknin allmikil við jökulinn.

Hlaup hafið í Múlakvísl

Birta á :

Lítið hlaup virðist vera hafið í Múlakvísl sem rennur undan Mýrdalsjökli.  Rafleiðni hefur aukist mikið í ánni síðustu daga sem bendir til þess að jarðhitavatn renni í hana.  Rennsli jókst svo verulega í kvöld og er enn að aukast á miðnætti.  Það er alltaf spurning hvernig þetta jarðhitavatn brýst fram.

Í gær mældist öflugur jarðskjálfti í Kötlu M 4,5.   Hrinur verða gjarnan í Kötlu síðsumars og frameftir hausti en það tengist bráðnun á jöklinum.  Jarðhitavirkni undir jöklinum bræðir hann einnig og getur valdið skjálftum og minniháttar jökulhlaupum eins og nú virðist vera að gerast.

Hægt er að fylgjast með rennsli í Múlakvísl á vef Veðurstofunnar.

Snörp jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Birta á :
Upptök skjálfta á Reykjanesskaga í dag.  Grænu stjörnurnar eru skjálftar yfir M 3.
Upptök skjálfta á Reykjanesskaga í dag. Grænu stjörnurnar eru skjálftar yfir M 3.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Um 200 jarðskjálftar hafa mælst í allsnarpri hrinu við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í dag.  Tveir skjálftanna mældust um M 4 og fundust vel á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftarnir virðast liggja á tveim samsíða SV-NA sprungum og eru sniðgengisskjálftar og engin merki um kvikuhreyfingar.  Það er svosem ekkert óvanalegt við snarpa hrinu á þessum stað þó algengara sé að þær verði á Krísuvíkursvæðinu, en það liggur um 10-15 km vestar.

Hrinan er enn í fullum gangi þegar þetta er ritað  um kl 17 30  en langflestir skjálftarnir eru á milli M 1- M2 af stærð og frekar grunnir eða á 2-4 km dýpi.  Þarna eru greinilega sniðgengissprungur að brotna.

Jarðskjálftahrinur á Reykjanesskaga geta verið nokkuð þrálátar og því má alveg búst við skjálftum næstu daga á svæðinu.  Sjaldgæft er að mjög stórir skjálftar verði á þessum slóðum, M 5 er eiginlega hámarkið.

Heimsókn í Lava Centre á Hvolsvelli – Glæsileg sýning

Birta á :

Umsjónarmaður Eldgos.is heimsótti um helgina hið nýja “Lava Centre” á Hvolsvelli.  Lava Centre er , svo notaður sé þeirra eigin texti: “LAVA er tæknileg, gagnvirk afþreyingar- og upplifunarmiðstöð til fræðslu um fjölbreytta eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi og hvernig landið hefur orðið til á milljónum ára.”

Er skemmst frá því að segja að Lava Centre kom mér verulega á óvart.  Þarna hefur verið unnið frábært starf af miklum metnaði og algjörri fagmennsku.  Sérstaklega var það öll gagnvirknin sem síðuhöfundur hreifst af.  Margir snertiskjáir og í einum salnum var gagnvirkur risaskjár sem náði yfir þrjár hliðar salarins og sýndi þær fimm eldstöðvar sem eru í næsta nágrenni við Hvolsvöll- gjósandi!

Sýningin er mjög fræðandi og myndræn.  Hraunrennsli í návígi, upplífun jarðskjálfta, möttulstrókurinn undir Íslandi – öllu er þessu lýst eins vel og hægt er.  Byggingin sjálf er sérlega skemmtileg og fellur vel í landslagið.  Auk sýningarsala er stór og smekklega innréttaður veitingasalur þar sem verð á mat og veitingum eru sanngjörn.  Þá er verslun með mynjagripi og vörur tengdar eldvirkni á staðnum.

Heimasíða sýningarinnar: Lava Centre.  Einnig er  á sýninguna undir “Tenglar um jarðfræði”.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá sýningunni.  Hægt er að smella á þær til að stækka.

20170625_160937_HDR 20170625_161633_HDR 20170625_162051_HDR 20170625_162330_HDR 20170625_163039_HDR 20170625_163458_HDR 20170625_164301_HDR 20170625_164525_HDR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allsnarpur skjálfti við Árnes í Þjórsárdal

Birta á :
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálfta á Suðurlandi í dag.  Græna stjarnan táknar stóra skjálftann.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálfta á Suðurlandi í dag. Græna stjarnan táknar stóra skjálftann.

Jarðskjálfti sem mældist M 4,4 varð skammt suðaustur af Árnesi í Þjórsárdal um hádegisbilið í dag.  Skjálftinn fannst víða á Suðurlandi og var nokkuð harður nærri upptökunum.  Þetta er vel þekkt skjálftasvæði og tengist ekki eldvirkni.  Hekla er sú eldstöð sem er næst þessari jarðskjálftasprungu en þó alveg ótengd henni.

Suðurlandsskjálftar eiga yfireitt ekki upptök á þessum slóðum, beltið sem þeir verða oftast á liggur nokkuð sunnar.   Þó varð skjálfti árið 1630 sem talinn er hafa verið um M 7 af stærð líklega á þessari sprungu.   Vel má vera að þarna skjálfi næstu daga en ólíklegt að þeir skjálftar verði  öflugri en sá sem varð í dag, þó aldrei sé hægt að útiloka að um forskjálfta að stærri skjálfta sé að ræða.

Scroll to Top