Hlaup hafið í Múlakvísl

Birta á :

Lítið hlaup virðist vera hafið í Múlakvísl sem rennur undan Mýrdalsjökli.  Rafleiðni hefur aukist mikið í ánni síðustu daga sem bendir til þess að jarðhitavatn renni í hana.  Rennsli jókst svo verulega í kvöld og er enn að aukast á miðnætti.  Það er alltaf spurning hvernig þetta jarðhitavatn brýst fram.

Í gær mældist öflugur jarðskjálfti í Kötlu M 4,5.   Hrinur verða gjarnan í Kötlu síðsumars og frameftir hausti en það tengist bráðnun á jöklinum.  Jarðhitavirkni undir jöklinum bræðir hann einnig og getur valdið skjálftum og minniháttar jökulhlaupum eins og nú virðist vera að gerast.

Hægt er að fylgjast með rennsli í Múlakvísl á vef Veðurstofunnar.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top