Frostbrestir mælast sem jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Samkvæmt jarðskjálftayfirliti Veðurstofunnar hefur mælst nokkur fjöldi jarðskjálfta í Eyjafjallajökli og reyndar í Mýrdalsjökli einnig í dag.  Vísir.is greinir frá því að þetta eru frostbrestir vegna mikilla kulda á svæðinu en ekki jarðhræringar.  Einhverjir skjálftanna í Mýrdalsjökli eru þó “eðlilegir” ef svo má segja.  Þarna er mælanetið orðið mjög nákvæmt og greinir því minni hreyfingar en víða annarsstaðar sem er væntanlega skýringin á því að frostbrestir koma ekki fram á mælum í öðrum jöklum landsins.

Þitt álit

Scroll to Top
%d bloggers like this: