Skjálftar við Surtsey

Upptök sjálftanna við Surtsey.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Upptök sjálftanna við Surtsey. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Í nótt mældist skjálfti rétt norður af Surtsey M 3,4.  Ekki er vitað til þess að skjálftinn hafi fundist í Eyjum né annarsstaðar.  Þrír eftirskjálftar hafa mælst á bilinu 1-1,5.  Af og til mælast smáskjálftar á þessum slóðum en  þetta er stærsti skjálftinn  í 27 ár eða frá 1992.

Annað sem vekur athygli er að skjálftarnir eru djúpir, á 12-15 km dýpi en oftar en ekki benda skjálftar á svo miklu dýpi til kvikuhreyfinga.  Það er þó ekkert ennþá sem bendir til þess að meiri atburðir séu í aðsigi.