Reykjanesskagi

Snarpur jarðskjálfti á Hellisheiði

Upptök jarðskjálfta á Hellisheiði.  Myndin er fengin af jarðskjálftavefsjá Veðurstofu Íslands.
Upptök jarðskjálfta á Hellisheiði. Myndin er fengin af jarðskjálftavefsjá Veðurstofu Íslands.

Rétt fyrir kl.3 í nótt vöknuðu margir íbúar á suðvesturhorni landsins við jarðskjálfta.  Greina mátti drunur á undan skjálftanum og svo titring sem stóð yfir í fáeinar sekúndur.   Skjálftinn átti upptök sunnarlega á Hellisheiði, rúma 3 km vsv af Skálafelli og mældist M 4,4 af stærð.

Skjálftinn hefur væntanlega verið harðastur í Hveragerði, Selfossi, Ölfusi og byggðarlögum suður með sjó, t.d. Þorlákshöfn. Um 25 eftirskjálftar hafa mælst 10 klst. síðar en allir litlir.

Þetta er brotaskjálfti á flekaskilum og þó hann eigi upptök á mjög eldbrunnu svæði þá bendir ekkert til annars en að um stakan brotaskjálfta sé að ræða.

Þetta er jafnframt við vestari endann á Suðurlandsskjálftasvæðinu.   Í skjálftunum árin 2000 og 2008 vantaði í raun stóran skjálfta á þessu svæði til að “klára” ferlið.  Þetta er þó klárlega ekki sá skjálfti, til þess hefði hann þurft að vera mun stærri.  Hvort að sá skjálfti komi yfirhöfuð fyrr en í næstu Suðurlandsskjálftahrinu er erfitt að segja til um.

Skjálfti suður af Bláfjöllum fannst á höfuðborgarsvæðinu

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálftanna í kvöld.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálftanna í kvöld.

 

Kl. 20:17 í Kvöld fannst skjálfti M 4,1 á höfuðborgarsvæðinu og eru upptökin um 6km suður af Bláfjallaskála.  Skjálftinn hefur væntanlega fundist í Hveragerði, Selfossi og suður með sjó.  Nokkuð margir smáskjálftar hafa mælst eftir stóra skjálftann en flestir undir M 1.

Skjálftar á þessu svæði koma ekkert sérstaklega á óvart, eru algengir án þess að þeir boði nokkuð meira.  Síðast varð á þessum slóðum stór skjálfti um M 5,0 17.Júní árið 2000, sama dag og stóri Suðurlandsskjálftinn reið yfir og var í raun hluti af þeirri hrinu.

Þarna hefur ekki orðið eldgos í um 1000 ár.  Þegar goshrinur ganga yfir Reykjanesskaga þá hefjast þær yfirleitt austast á skaganum (í grennd við Bláfjöll) og færast svo í vesturátt.  Síðasta goshrina hófst þarna um árið 1000 (Kristnitökuhraunið) og lauk um árið 1240 með gosum vestast á skaganum.

Snörp jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Upptök skjálfta á Reykjanesskaga í dag.  Grænu stjörnurnar eru skjálftar yfir M 3.
Upptök skjálfta á Reykjanesskaga í dag. Grænu stjörnurnar eru skjálftar yfir M 3.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Um 200 jarðskjálftar hafa mælst í allsnarpri hrinu við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í dag.  Tveir skjálftanna mældust um M 4 og fundust vel á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftarnir virðast liggja á tveim samsíða SV-NA sprungum og eru sniðgengisskjálftar og engin merki um kvikuhreyfingar.  Það er svosem ekkert óvanalegt við snarpa hrinu á þessum stað þó algengara sé að þær verði á Krísuvíkursvæðinu, en það liggur um 10-15 km vestar.

Hrinan er enn í fullum gangi þegar þetta er ritað  um kl 17 30  en langflestir skjálftarnir eru á milli M 1- M2 af stærð og frekar grunnir eða á 2-4 km dýpi.  Þarna eru greinilega sniðgengissprungur að brotna.

Jarðskjálftahrinur á Reykjanesskaga geta verið nokkuð þrálátar og því má alveg búst við skjálftum næstu daga á svæðinu.  Sjaldgæft er að mjög stórir skjálftar verði á þessum slóðum, M 5 er eiginlega hámarkið.

Skjálftar á Krýsuvíkursvæðinu

Upptök jarðskjálftanna við Krýsuvík.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Upptök jarðskjálftanna við Krýsuvík. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina hófst í kvöld skammt NA af Krýsuvík við Kleifarvatn.  Hrinan hófst á skjálfta upp á M 3,9 en hann fannst víða á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu.  Nokkrir smáir eftirskjálftar fylgdu en svo róaðist svæðið.  Rétt fyrir miðnætti tók hrinan sig upp að nýju.  Skjálftarnir eru flestir á 4-8 km dýpi og virðast vera hefðbundnir brotaskjálftar.

Krýsuvíkursvæðið er mjög virkt jarðskjálftasvæði og síðast varð svipuð hrina á þessum slóðum í maí 2015.

Stutt en snörp jarðskjálftahrina við Kleifarvatn

Í gær 29. Maí varð stutt en snörp skjálftahrina við Kleifarvatn.  Skjálftarnir urðu undir Sveifluhálsi, norðvestan til við vatnið og mældist stærsti

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök  jarðskjálfanna við Kleifarvatn.  Neðri myndin sýnir stærð og tímadreyfingu.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök jarðskjálfanna við Kleifarvatn. Neðri myndin sýnir stærð og tímadreyfingu.

skjálftinn M 4,0.  Sá fannst víða á suðvesturlandi.  Skjálftarnir voru grunnir siggengisskjálftar og engar kvikuhreyfingar fylgdu þeim.  Annar skjálfti M 3,1 mældist skömmu fyrir stóra skjálftann, hann fannst einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Þó ekkert hafi skolfið þarna frá því í gær þá er algengt að hrinur á þessum slóðum taki sig upp aftur og standi með hléum í einhverjar vikur.

Krísuvíkursvæðið og Sveifluháls eru mjög virk jarðskjálftasvæði.  Síðast gaus hinsvegar á Sveifluhálsi um árið 1180 að því að talið er, en um miðja 12. öldina urðu nokkur eldgos á svæðinu og hafa verið nefnd “Krísuvíkureldar”.

Mjög rólegt hefur verið í jarðskorpu landsins eftir Holuhraunsgosið og fátt ef nokkuð fréttnæmt.  Enn dregur úr skjálftavirkni í Bárðarbungu og eru nú allar líkur á að þeim umbrotum sé lokið.

Jarðskjálftarnir á vef Veðurstofunnar

Scroll to Top