HARÐIR JARÐSJÁLFTAR NÆRRI KRÝSUVÍK
Snarpur jarðskjálfti fannst á suðvesturlandi kl. 13 45 í dag og allsnarpir eftirskjálftar hafa einnig fundist. Stærð stærsta skjálftans virðist nokkuð á reiki, í fyrstu var hann talinn M 5,7 en nú metur Veðurstofan hann M 4,4 sem er þó undarlega lágt miðað við hversu snarpur hann var og fannst víða.
Upptökin eru 4.4 km VNV af Krýsuvík , nokkurnveginn á milli eldstjöðvanna sem kenndar eru við Krýsuvík og Fagradalsfjall. hann varð á 3,7 km dýpi. Það hversu grunnur hann er getur skýrt hve snarpur hann virtist vera.
UPPFÆRT: Nú hefur Veðurstofan fært hann upp í M 5,6 af því er virðist vera á vef Veðurstofunnar. Það er líka mun líklegri tala miðað við hversu öflugur skjálfinn var.
Engin merki eru um gosóróa enda að öllum líkindum um brotaskjálfta að ræða. Hinsvegar er þetta framhald þess mikla óróa sem hefur verið á Reykjanesskaganum allt þetta ár en umbrotin virðast færast austur eftir skaganum.
Snarpur eftirskjálfti mældist kl. 14:31 og var M 4,0 af stærð og fannst vel á suðvesturlandi.