Bárðarbunga

Birta á :

YfirlitBárðarbunga

Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð.   Er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km. löng og allt að 25 km. breið.  Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja.  Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.  Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.   Hæsti blettur Bárðarbungu er 2009 metra hár og hún er því næsthæsta fjall landsins.

Askjan í Bárðarbungu er um 70 ferkílómetrar , allt að 10 km. breið og um 700 metra djúp.  Umhverfis hana rísa barmarnir í allt að 1850 metra hæð en botninn er víðast í um 1100 metra hæð.  Askjan er algjörlega jökulfyllt.

Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu.  Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna.  Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um 5 á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu.

Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið.  Skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall.Bárðarbunga

Gossaga á nútíma

Bárðarbungueldstöðin er sérstök að því leiti að þar verða alloft miklar rek- og goshrinur utan jökulsins til suðvesturs inn á hálendinu milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls eða til norðausturs í átt að Dyngjufjöllum.  Stærstu gosin virðast verða þegar kvikan hleypur til suðvesturs.   Á nútíma hafa þessar öflugu goshrinur orðið í kerfinu á um 250-600 ára fresti.  Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárðarbungukerfinu, það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum.  Rann það ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár.  Er það talið vera um 21-30 rúmkílómetrar og flatarmálið um 950 ferkílómetrar.  Það er því töluvert meira en hraunin úr Skaftáreldum og Eldgjá.  Mörg nokkuð mikil forsöguleg gos hafa orðið suðvestan jökulsins og tvö eftir landnám, Vatnaöldugosið um 870 og Veiðivatnagosið 1480.  Bæði voru þetta stórgos sem hefðu mikil áhrif kæmu þau upp í dag.

Einnig verða alloft gos norðaustan við Bárðarbungu á jökullausu svæði þar sem heitir Dyngjuháls.  Þau gos virðast þó að jafnaði minni en þegar kvikan hleypur til suðvesturs.  Þó hefur orðið allstórt gos á því svæði á ofanverðri 13.öld þegar hraun það rann er heitir Frambruni og er um 180 ferkílómetrar að stærð.  Rúmmál þess er um 4 rúmkílómetrar.

Holuhraunið sem rann 1797 er lítið, aðeins um 5 ferkílómetrar og fæstir vissu um þetta hraun fyrr en það tók  að gjósa í gömlu Holuhraunsgígunum í lok ágúst 2014.

Þá hefur komið í ljós í gjóskulagarannsóknum að allmörg gos hafa orðið í jöklinum sjálfum, væntanlega í eða norðaustur af öskjunni í Bárðarbungu.  Þessi gos virðast koma í hrinum, allmörg gos urðu í jöklinum á árunum 1701-40 og einnig um 1780.    Heimildir eru um nokkuð stór jökulhlaup í Jökulsá á Fjöllum árin 1717,  1726 og 1729.  Hafa þau að öllum líkindum orsakast af eldgosum í norðanverðri Bárðarbungu eða Dyngjujökli. Gosið árið 1717 hefur verið allstórt og varð talsvert öskufall af völdum þess á norðausturlandi.

Gos urðu í jöklinum á árunum 1902-10 og að öllum líkindum tiheyrði gosið 1910 Bárðarbungukerfinu en hin líklega Grímsvötnum.

Stóru sprungugosin sem verða með um 5-800 ára millibili suðvestur af Bárðarbungu eru sérlega skeinuhætt.  Þarna eru flestar vatnsaflsvirkjanir landsins og sérhvert þessara gosa breytir landslagi mjög mikið á þessum slóðum.  Þarna munu verða mikil eldgos í framtíðinni og eldstöðin er að komast á tíma ef miðað er við forsöguna.

Bárðarbunga er því eldfjall sem á skilið athygli og virðingu.

UMBROT Í BÁRÐARBUNGU HÓFUST 16. ÁGÚST 2014

Mikil umbrotahrina hófst þann 16. ágúst í Bárðarbungu og þegar þetta er skrifað 3.september stendur yfir eldgos í Holuhrauni norðan við Dyngjujökul sem hófst þann 31. águst.  Áður varð gos í jöklinum sem náði ekki að bræða sig í gegnum ísinn þann 24. ágúst og lítið gos í holuhrauni þann 29. ágúst sem stóð aðeins í nokkrar klukkustundir.

Rek- og gliðnunarhrinan sem hafin er gæti, sé miðað við aðrar slíkar hrinur, staðið mánuðum eða jafnvel árum saman með lotubundinni virkni, innskotum og eldgosum bæði innan jökuls og utan hans.  Kvika virðist streyma beint frá djúpstæðri kvikuþró Bárðarbungu inn kvikugang sem hefur teygt sig 40 km undir dyngjujökul og áfram inná Dyngjuháls þar sem eldgos stendur yfir.

Stórir skjálftar í jöðrum Bárðarbunguöskjunnar valda áhyggjum en margt bendir til þess að í öskjunni sé mjög mikið magn kviku sem hafi staldrað lengi við í hólfinu  og sé því kísil- og gasrík.  Ekki er útilokað að þessi kvika leiti yfirborðs i umbrotunum.

Þá er mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðvakerfi Öskju samhliða þessum umbrotum í Bárðarbungu og þar virðist vera samspil sem þarfnast rannsókna og skýringa.

Færslur á eldgos.is sem tengjast Bárðarbungu:

Skjálftar í Kötlu og Bárðarbungu. Júlí 2021

Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu frá goslokum. jan 2018

Aukin rafleiðni og líklega hlaup í Jökulsá á Fjöllum. nov 2017

Snarpir skjálftar í Bárðarbungu. Oct 2017

Snörp hrina í Bárðarbungu. jan 2017

Öskjusigið í Bárðarbungu rannsakað. júlí 2016

Skjálfti upp á 4,4 í Bárðarbungu. maí 2016

Stærsti skjálfti frá goslokum í Bárðarbungu.  april 2016

Skjálftar í Bárðarbungu taldir tengjast kvikuinnstreymi. des 2015

Eldgosinu í Holulhrauni lokið – Óvíst hvort umbrotunum í Bárðarbungu sé lokið. feb 2015

Gosið í Holuhrauni tveggja mánaða gamalt. okt. 2014

Gosið í Holuhrauni orðið mesta hraungos á Íslandi síðan Hekla gaus 1947 sept. 2014

Óbreytt ástand við Bárðarbungu – Askjan sígur áfram og gosið kraumar sept. 2014

Gosið að mestu óbreytt- Kvikuhólf eða ekki kvikuhólf? sept.2014

MIKIÐ SIG Í BÁRÐARBUNGU- Hvað gerist ef það gýs í öskjunni? sept. 2014

ENN MIKILL KRAFTUR Í GOSINU OG NOKKRAR SVIÐSMYNDIR UM FRAMHALD MÖGULEGAR sept. 2014

NÝJA GOSIÐ Í HOLUHRAUNI MIKLU STÆRRA EN TALIÐ VAR Í FYRSTU ág. 2014

Hraungos hafið í Holuhrauni ág. 2014

SIGKATLAR Í JÖKLI OG NÝJAR SPRUNGUR UTAN JÖKULS ág. 2014

Berggangurinn nálgast Öskju með óþekktum afleiðingum ág. 2014

ÓSTAÐFEST ELDGOS Í DYNGJUJÖKLI ág. 2014

MIKIÐ MAGN KVIKU Á FERÐ UNDIR BÁRÐARBUNGU ág. 2014

Enn mikil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu ág.2014

ÓVISSUSTIG VEGNA BÁRÐARBUNGU- LÍKLEGA KVIKUINNSKOT- HUNDRUÐ SMÁSKJÁLFTA ág. 2014

Bárðarbunga skelfur maí 2014

Skjálftar í Kistufelli jan.2013

Jarðskjálftar við Kistufell okt. 2012

Skjálftar við Kistufell apr. 2012

Skjálftahrina við Kistufell des. 2011

Orsakaði eldgos hlaupið úr Hamrinum ? júlí 2011

Hlaup undan Köldukvíslarjökli júlí 2011

Enn ein skjálftahrinan við Kistufell feb. 2011

Árið kveður með skjálftahrinu við Kistufell des. 2010

Vatnajökull í stuði okt. 2010

Snarpir skjálftar í Hamrinum sept. 2010

Skjálftar í Bárðarbungu og úti fyrir norðurlandi júní 2010

Scroll to Top