Skjálftar í Bárðarbungu taldir tengjast kvikuinnstreymi

Birta á :
Skjálftar í Bárðarbungu.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Skjálftar í Bárðarbungu. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í norðausturbarmi Bárðarbunguöskjunnar sunnudaginn 20.desember.  Mældist sá stærri M 3,5 og hinn M 3,1.  Jarðfræðingar telja þessa skjálfta merki um kvikuinnstreymi undir eldstöðina og að gos geti jafnvel orðið innan tveggja ára.

Það er vitað að gos í Bárðarbungueldstöðinni eru sjaldan stök, þar verða gos- og rekhrinur sem geta staðið yfir í áratugi og verður að telja mjög líklegt að slík hrina hafi hafist í ágúst í fyrra þegar gaus í Holuhrauni.  Ómögulegt er að segja til um hvar í sprungukerfi Bárðarbungu næsta gos verður en fjallið sjálft, þ.e. Bárðarbunga er alltaf líklegasti staðurinn og þá yrði gosið væntanlega undir jökli.

Vaxandi óróa og skjálftavirkni fór að gæta í Bárðarbungu í sumar og virðist skjálftavirknin aukast hægt og örugglega.  Þá hafa einnig mælst af og til djúpir (um 20km) lágtíðniskjálftar undir Bárðarbungu en þeir eru klárlega merki um kvikuhreyfingar.

Visir.is: Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top