Skjálftavirkni heldur áfram að aukast í Bárðarbungu og skjálftarnir verða öflugri með hverjum mánuðinum. Í morgun varð skjálfti upp á M 4,4 sem er stærsti skjálftinn frá goslokum. Um 20 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, þar af tveir yfir M 3. Stóri skjálftinn var á um 6 km dýpi
Ekki verður annað séð en að þessi þróun haldi áfram þar til það dregur til frekari tíðinda.