Stærsti skjálfti frá goslokum í Bárðarbungu

Birta á :
Upptök jarðskjálfta í Vatnajökli síðustu sólarhringa.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Upptök jarðskjálfta í Vatnajökli síðustu sólarhringa. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Í nótt varð skjálfti norðan til í Bárðarbunguöskjunni M 4,2 en þetta er stærsti skjálftinn í eldfjallinu frá goslokum i Holuhrauni fyrir rúmu ári síðan.  Annar skjálfti M 3,5 mældist skömmu síðar á sömu slóðum.  Upptök skjálftanna eru á 3-4 km dýpi og verða líkast til á hringsprungum í öskjunni vegna þrýstings frá kviku sem leitar upp í kvikuhólfið sem talið er að sé á um 10-15 km dýpi.  Enginn gosórói mældist og því er ekkert sem bendir til þess að gos sé yfirvofandi.

Jarðskjálftarnir eru að verða sífellt öflugri frá goslokum sem bendir til vaxandi kvikuinnstreymis að neðan.  Miðað við lotubundna sögu Bárðarbungu þar sem rek- og gliðnunarhrinur virðast geta staðið yfir í áratugi þá má ætla að hún láti aftur á sér kræla á næstu árum og þangað til má búast við enn aukinni og öflugri skjálftavirkni.

Fréttir fjölmiðla um skjálftann:

Mbl.is – Jarðskjálfti i Bárðarbungu

Ruv.is  – Snarpur jarðskjálfti við Bárðarbungu

Dv.is – Jarðskjálfti að stærð 4,2 í Bárðarbungu: Sá stærsti frá goslokum

Visir.is – Stór skjálfti í Bárðarbungu

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top