Fallegt gos í Etnu

Birta á :

Eldfjallið Etna á Sikiley er virkasta eldfjall Evrópu og hóf að gjósa þann 19.febrúar síðastliðinn.  Etna er jafnframt hæsta virka eldfjall Evrópu, 3329 metra hátt.  Algengustu gosin í Etnu eru róleg, meinlaus og falleg flæðigos þar sem hraunið liðast um hlíðar fjallsins.  Etna á sér þó einnig sögu um mikil hamfaragos sem hafa kostað mörg mannslíf.  Hér er myndband frá gosinu sem hófst í síðasta mánuði.

httpv://www.youtube.com/watch?v=oMrsdL_IhRM

Jarðskjálftar á ný í Eyjafjarðarál

Birta á :

.

Í nótt varð skjálfti upp á 3,8 stig um 14 km norðvestur af Gjögurtá, eða a svipuðum slóðum og stóri skjálftinn varð í október síðastliðnum.  Það hafa verið viðvarandi smáskjálftar á þessum slóðum síðan en þessi er sá stærsti i langan tíma.  Á annan tug eftirskjálfta hafa mælst.  Stærsti skjálftinn í nótt fannst í byggðarlögum næst upptökunum þ.e. Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og reyndar einnig á Húsavík.

Það er því ljóst að umbrotahrinunni í Eyjafjarðarál er ekki lokið og má búast við að þetta haldi eitthvað áfram.  Hrinan hefur enn sem komið er ekki haft áhrif á Tjörnes brotabeltið en það er það sem menn hafa helst haft áhyggjur af enda geta orðið mjög harðir skjálftar á því svæði.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum:

Ruv.is – Snarpur jarðskjálfti nyrðra

Mbl.is – Jarðskjálfti undan Gjögurtá

Viðvarandi spenna á Krýsuvíkursvæðinu – Gæti endað með gosi

Birta á :

Á mbl.is í dag er að finna fróðlegt viðtal við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing.  Þar kemur fram að spenna hefur byggst upp undanfarin ár við suðurenda Kleifarvatns og á Sveifluhálsi og er ástandið viðvarandi.  Landris hefur mælst á þessum slóðum og þó þess sé ekki getið í viðtalinu þá má leiða líkum að því að það stafi af kvikusöfnun neðanjarðar.  Á síðasta ári urðu auk skjálfta á Krísuvíkursvæðinu, skjálftar við Grindavík og öflug hrina á Bláfjallasvæðinu.  Nú í janúar varð svo allsnarpur skjálfti við Keili.

Eins og fram kemur í viðtalinu við Ara Trausta þá verða goshrinur á Reykjanesskaganum á ca 500-1000 ára fresti.  Síðustu staðfestu gos á svæðinu urðu um árið 1240 og því eru rúm 770 ár liðin frá því Reykjanesskaginn lét síðast að sér kveða.  Þrátt fyrir þennan óróa á skaganum undanfarin ár þá gætu enn liðið margir áratugir, jafnvel aldir áður en goshrina hefst því eldstöðvar geta verið mjög lengi að undirbúa gos.  Órói hófst í Eyjafjallajökli um 15 árum fyrir gosið, Bárðarbunga hefur verið óróleg í 40 ár og Katla er með reglulega tilburði án þess að til goss komi svo dæmi séu tekin.  En vegna nálægðar eldstöðva á Reykjanesskaga við þéttbýlasta svæði landsins er nauðsynlegt að rannsaka eldstöðvarnar mjög vel og hafa fullunna viðbragðsáætlun til staðar svo eldgos komi fólki ekki í opna skjöldu þegar og ef til þess kemur.

Meðfylgjandi mynd er tekin við hverasvæðið í Krýsuvík sem er mjög virkt.

 

Jarðskjálfti við Keili

Birta á :

Jarðskjálfti varð laust fyrir kl. 1 í nótt skammt norðaustur af Keili á Reykjanesskaga.  Mældist hann um 3,1 af stærð og á rúmlega 6 km dýpi.  Tveir minni eftirskjálftar hafa mælst.  Skjálftinn fannst sumstaðar á Höfuðborgarsvæðinu, best þó í Hafnarfirði enda næst upptökunum.

Skjálftar eru mjög algengir á Reykjanesskaga en þó ekki nákvæmlega þarna.  Þessi skjálfti er nokkuð austar en meginsprungusveimur Krísuvíkursvæðisins við Sveifluháls.  Ekki er þó hægt að draga neinar sérstakar ályktanir af því enda geta jarðskjálftar orðið svo til allsstaðar á skaganum.

Fréttir af skjálftanum í fjölmiðlum:

Visir.is  – Jarðskjálfti við Keili

Mbl.is – Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu

Ruv.is – All snarpur skjálfti á Reykjanesskaga

Skjálftar í Kistufelli

Birta á :

Jarðskjálfti, 3,4 að stærð varð í Kistufelli skammt n.a. af Bárðarbungu í Vatnajökli í nótt.  Skjálftar urðu bæði fyrir og eftir stærsta skjálftann en þeir voru allir undir 2 að stærð.  Skjálftar á þessum slóðum eru mjög algengir í seinni tíð og tengjast einhvernskonar hreyfingum í Bárðarbungukerfinu.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Scroll to Top