Óvissustig vegna hræringa í Heklu

Birta á :

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Hvolsvelli hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðhræringa í og við Heklu.  Eitthvað hefur verið um djúpa jarðskjálfta undanfarið við fjallið en kvikuhreyfingar mælast þó ekki.    Ekki er talið að gos sé endilega yfirvofandi en vandamálið með Heklu er að aðdragandi að gosi er yfirleitt mjög stuttur, nokkrir klukkutímar eða jafnvel enn styttri.  Með nýjum tækjabúnaði sem settur hefur verið upp síðustu ár er markmiðið að greina hættuna fyrr en þar sem þessi tæki voru ekki til staðar fyrir síðustu gos í fjallinu þá er ekki nákvæmlega vitað hvernskonar jarðskorpuhreyfingar eru undanfari goss.

Hekla gaus síðast árið 2000 og hafði þá gosið á 10-11 ára fresti frá árinu 1970.  Vitað er að þrýstingur undir eldstöðinni er orðinn meiri en hann var fyrir síðasta gos svo það ætti ekki að koma neinum á óvart  ef gos hefst á næstunni.  Verði gos í Heklu þá verður það að öllum líkindum hefðbundið fremur lítið gos eins og þau hafa verið síðustu áratugi, etv. nokkuð kraftmikið í fyrstu en dregur fljótt úr því og ólíklegt að það komi til með að valda meiriháttar skaða.

Í Júlí 2011 urðu einnig óvenjulegar hreyfingar við Heklu sem ekkert varð meira úr.

Fréttir af hræringunum í Heklu í fjölmiðlum:

Ruv.is:  Engin bráðahætta á eldgosi

Dv.is: Óvissustig vegna óvenjuegra hreyfinga í Heklu

Mbl.is: Óvissustig vegna Heklu

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top