Jarðskjálfti M 3,8 í Hengilskerfinu fannst á suðvesturlandi
Skjálftahrina við svonefndan Eiturhól við Nesjavallaveg hefur verið í gangi undanfarna daga og laust fyrir hádegi í dag varð skjálfti M 3,8 sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturlandi.
Skjálftahrinur á þessum slóðum eru algengar án þess að þær boði eitthað sérstakt. Það er engin ástæða til að ætla að þetta tengist eldgosinu í Fagradalsfjalli beint en þetta gæti þó verið hluti af aukinni virkni á Reykjanesskaganum í heild. Það þarf allavega töluvert meira að ganga á áður en það þarf að óttast eldgos á þessum slóðum.