Mikil leiðni í Múlakvísl

Enn og aftur er Katla að valda mönnum áhyggjum.  Leiðni jókst í kvöld í Múlakvísl og einnig vatnshæð og hitastig.  Af öryggisástæðum var þjóðveginum um Mýrdalssand lokað tímabundið meðan verið var að kanna aðstæður.  Er þetta enn eitt dæmið um aukinn jarðhita í Mýrdalsjökli.  Sigkötlum hefur fjölgað og þeir sem fyrir voru hafa stækkað til muna undanfarna daga.  Katla er því nánast komin í gjörgæslu vísindamanna.

Mbl.is – Náið fylgst með Mýrdalsjökli

Ruv.is – Breytingar i Múlakvísl

Visir.is – Aukin leiðni í Múlakvísl og órói í Mýrdalsjökl

Þitt álit

Scroll to Top
%d bloggers like this: