Næturskjálftar í Kötlu

Birta á :

Í nótt varð jarðskjálftahrina í Kötlu.  Stærsti skjálftinn var samkvæmt upphaflegum mælingum 3.8 ár Richter en eitthvað virðist stærð skjálftans á reiki því skömmu síðar var hann lækkaður í 2.6.  Hann virðist þó hafa verið hækkaður aftur skv. vef veðurstofunnar í upprunalegan styrk.  Skjálftarnir röðuðu sér á SV-NA línu frá miðri öskjunni og til norðausturs.  Ró komst aftur yfir svæðið síðla nætur.

Þetta er framhald þess óróa sem verið hefur í Mýrdalsjökli undanfarið og bendir til einhverra hreyfinga í kvikuhólfi Kötlu.  Enn sem komið er eru skjálftar þó tiltölulega vægir miðað við það sem vænta má í undanfara Kötlugoss ef um slíkt er að ræða.  Myndin er fengin af vef veðurstofunnar og sýnir upptök skjálfta í Kötlu undanfarinn sólarhring.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top