Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Jarðskjálftar undan Eldey

Reykjaneshryggur120515 (http://eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2015/06/reykjanessk120515 NULL.jpg)

.

Í gærmorgun gekk yfir jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, skammt sunnan við Eldey.  Mældust um 150 skjálftar og 8 þeirra yfir M 3 , sá sterkasti 3,9.  Líklegt er að sterkustu skjálftarnir hafi fundist lítillega á Suðurnesjum.

Hér var um að ræða hefðbundna hrinu á þessum slóðum sem tengist flekahreyfingum en slíkar hrinur ganga yfir árlega á þessum slóðum, jafnvel nokkrum sinnum á ári.  Sérlega snörp hrina varð þarna vorið  2013 sem sjá má hér (http://eldgos NULL.is/skjalftar-undan-reykjanesi/).

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í gær.  Hrinan virðist hafa gengið yfir á um  8 tímum en gæti þó vel tekið sig upp aftur miðað við söguna.

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum