Snörp jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Birta á :
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í kvöld.  Þegar um svo mikinn fjölda er að ræða þá geta slæðst inn villur, t.d. er ólíklegt að þessir skjálftar sem sýndir eru á Reykjanesskaganum sjálfum hafi átt upptök þar.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í kvöld. Þegar um svo mikinn fjölda er að ræða þá geta slæðst inn villur, t.d. er ólíklegt að þessir skjálftar sem sýndir eru á Reykjanesskaganum sjálfum hafi átt upptök þar.

Um kl 21 í kvöld hófst allsnörp jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, skammt norðvestur af Geirfugladrangi, á svipuðum slóðum og hrinan sem varð 12. júní sl.  Skjálftarnir nú virðast  þó heldur öflugri og eru amk. tveir þeirra í kringum M4 af stærð og fundust á Reykjanesskaganum.  Þá bárust tilkynningar frá Akranesi um að skjálftarnir hafi fundist þar.  Mikill fjöldi skjálfta mældist fyrstu klukkutímana, vel á annað hundrað.  Skjálftarnir eru margir hverjir á allmiklu dýpi, 10-12 km og allt niður á 16 km sem er fremur óvenjulegt á þessu svæði.

Hrinur af þessu tagi eru algengar á þessum slóðum og þurfa ekki að boða neitt meira.   Það  þarf þó alltaf að hafa varann á þegar kröftugar skjálftahrinur ganga yfir á Reykjaneshryggnum því þarna eru mörg dæmi um neðansjávargos.

Fréttir fjölmiðla af skjálftunum:

Visir.is : Skjálftahrina vestur af Reykjanesi

Pressan.is : Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í kvöld: Hundrað skjálftar á rúmum klukkutíma

UPPFÆRT 1. júlí kl. 23:45

Jarðkjálfti upp á M 5 og litakóði yfir Eldeyjareldstöðinni úr grænum í gulan

Skjálftahrinan hefur haldið áfram og urðu nokkrir verulega snarpir skjálftar í fyrrinótt.  Sá stærsti mældist M5 og annar M4.9.  Veðurstofan hefur ákveðið í samráði við Almannavarnir RLS að breyta litakóða eldstöðvarinnar við Eldey úr grænum í gulan sem þýðir að virkni er yfir meðaltali.  Heldur hefur dregið úr hrinunni eftir því sem liðið hefur á daginn en þó mælast nokkuð þéttir skjálftar og hrinunni hvergi nærri lokið.  Síðast gaus á þessum slóðum svo vitað sé með vissu árið 1926.  Það gos var lítið og varð skammt Norðaustan við Eldey.  Amk. 3 gos urðu á þessum slóðum á 19. öld, árin 1830, 1879 og 1884.  Það er því ljóst að harðir jarðskjálftar á þessu svæði er eitthvað sem fylgjast þarf með.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top