Snörp jarðskjálftahrina austur af Grímsey
Skjálftahrina hófst um 10 km austur af Grímsey síðastliðna nótt með skjálfta upp á M 4,9 sem var mjög snarpur í Grímsey. Síðan hefur skolfið stöðugt og fjölmargir skjálftar yfir M 3. Hrinur sem þessar á Tjörnesbrotabeltinu eru algengar og verða svo að segja á hverju ári einhversstaðar á beltinu. Reikna má með að hrinan haldi áfram einhverja sólarhringa í viðbót.
Eldgos eru ekki óþekkt úti fyrir norðurlandi. Síðast er vitað um gos við Mánáreyjar á 19.öld, nánar tiltekið árið 1867. Kolbeinsey hefur einnig risið úr sæ í neðansjávargosi ekki fyrir svo löngu. Grímsey sjálf er öllu eldri. Ekkert bendir þó til þess að gos sé í aðsigi.
Flekaskilin liggja um þessar slóðir og eru nokkuð flókin því sniðreksbelti liggur í austur og skiptist í einar þrjár megingreinar. Grímseyjarbeltið svokallað sem þarna liggur er virkast af af þessum greinum á sniðreksbeltinu hvað jarðskjálfta varðar en eldgos sjaldgæf.
Mjög stórir skjálftar geta orðið á Tjörnesbrotabeltinu, allt að M 7.