Öflug og þrálát jarðskjálftahrina við Kópasker

Birta á :
Upptök skjálfta nærri Kópaskeri síðustu sólarhringa
Upptök skjálfta nærri Kópaskeri síðustu sólarhringa.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi síðustu sólarhringa skammt Suðvestur af Kópaskeri hefur færst í aukana síðasta sólarhringinn.  Hátt í 1000 skjálftar hafa mælst í hrinunni og þeir stærstu um og yfir M 4.  Skjálftarnir finnast vel á Kópaskeri og í nágrenni.  Skjálftasvæðið tilheyrir Tjörnesbrotabeltinu þar sem skjálftar eru algengir og í sjálfu sér ekkert óvanalegt við hrinuna.  Hinsvegar þarf að hafa í huga að á þessu svæði geta orðið mjög stórir skjálftar samanber Kópaskersskjálftann árið 1976 sem mældist rúmlega M 6.  Sá skjálfti tengdist gos- og rekhrinu á Kröflusvæðinu en nú er ekkert slíkt í gangi en samt aldrei hægt að útiloka stóran skjálfta.

Hrinan sem nú er í gangi hefur verið öflug og síður en svo að draga úr henni þegar þetta er skrifað.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top