Katla

Skjálfti í Kötlu

Skjálfti upp á 3,2 M varð í Kötlu í morgun.  Skjálftinn var grunnur og tengist líklega frekar jarðhitavirkni í jöklinum heldur en kvikuhreyfingum.  Átti hann upptök sín norðarlega í Kötluöskjunni.   Annars hefur Katla verið fremur róleg í sumar og haust miðað við árið áður og ekkert sem bendir til stórra tíðinda á svæðinu á næstunni.

 

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum í morgun:

Mbl.is : 3,2 stiga skjálfti í Kötlu

Ruv.is : Jarðskjálfti í Kötlu 3,2 af stærð

DV.is : Jarðskjálfti í Kötlu í morgun

Snarpur jarðskjálfti í Kötlu

Jarðskjálfti sem mældist 3,8 varð við Austmannsbungu sem er í norðausturbarmi Kötluöskjunnar laust fyrir kl. 16 í dag.  Skjálftinn fannst ekki í byggð.  Alls hefur um tugur skjálfta mælst í Kötlu í dag, flestir í öskjunni sjálfri en einn smár í Goðabungu.  Enginn órói hefur fylgt skjálftanum og á þessari stundu engar víbendingar um að eitthvað meira sé í aðsigi.  Skjálftavirkni í Kötlu nær yfirleitt hámarki síðsumars og á haustin og því má gera ráð fyrir fleiri atburðum af þessu tagi á næstunni.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum í dag:

Ruv.is – Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Mbl.is – Jörð skalf við Austmannsbungu

Katla að vakna af vetrarblundi

Það er nánast fastur liður eins og venjulega að skjálftavirkni eykst í Kötlu á sumrin og virknin helst nokkuð mikil fram á haust.  Jarðskjálftum hefur fjölgað í Kötlu í mánuðinum og í nótt varð hrina með um 20 grunnum smáskjálftum sem virðast tengjast jarðhitakerfum í Kötluöskjunni.

Eldfjöll bera að sjálfsögðu ekki skinbragð á árstíðir en það sem veldur aukinni virkni á sumrin og haustin í Kötlu eru þrýstingsbreytingar vegna snjóbráðnunar á jöklinum.  Það er því engin tilviljun að flest gos í Kötlu á sögulegum tíma verða síðla sumars og á haustin.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir skjálfta í Mýrdalsjökli undanfarna sólarhringa.

Nokkur skjálftavirkni við Mýrdalsjökul og á Hengilssvæðinu

Siðastliðinn sólarhring hafa orðið allmargir smáskjálftar á víð og dreif við Mýrdalsjökul en þó flestir í Kötluöskjunni og svo vestan við hana, á Goðabungusvæðinu.  Þá hófst hrina smáskjálfta á Hengilssvæðinu sem tengist væntanlega niðurdælinu vatns á svæðinu á vegum Orkuveitunnar.

Samkvæmt óyfirförnum mælingum á vef Veðurstofunnar varð skjálfti upp á 5,0 um 196 km SSV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg um kl. 19:24.   Telja verður líklegt að sjá skjálfti hafi ekki orðið eða sé mun minni en þessar mælingar sýna.

Skjálfti í Kötlu fannst i Vík

Jarðskjálfti í Kötlu kl. 9 50 í morgun fannst vel í Vík í Mýrdal.  Upphafleg mæling gaf til kynna að skjálftinn hafi verið af stærðinni 3,5 en við yfirferð reyndist hann vera 2,9.   Hann fannst vegna þess að upptökin voru syðst í öskjubarminum og því mun nær byggð en flestir aðrir skjálftar sem orðið hafa í Kötlu að undanförnu.

Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið í Kötlu undanfarna mánuði og virðist lítið lát á henni.  Ljóst er að Katla er að búa sig undir gos.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir skjálfta í Kötlu síðasta sólarhring eða svo.

mbl.is – Harður jarðskjálfti í Kötlu

ruv.is – Skjálfti upp á 3,5 í Kötlu

Earthquake at the Katla volcano  9 50 this morning was felt in Vík, a town near the volcano. Initial measurements indicated that the earthquake was of size 3.5, but later the tremor was downgraded to 2.9.  The epicenter was in the southern part of the caldera and therefore closer to Vik than most other earthquakes that have occurred recently in Katla.

Persistent seismicity has been in Katla volcano in recent months and appears little let-up in it. It is clear that Katla is preparing for an eruption.

The The Image source is the Icelandic Meteorological Office’s website and shows tremors in the Katla region last days.

Scroll to Top