Katla

Smáskjálftar aukast á ný í Kötlu

Nýlegir skjálftar í Kötlu
Nýlegir skjálftar í Kötlu

.

.

 

Nú virðist vera farin í gang hefbundin síðsumars og haustvirkni í Kötlu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Veðurstofunnar.  Smáskjálfta virkni hefur verið undanfarna sólarhringa bæði í Kötluöskjunni og undir Goðabungu.  Búast má við áframhaldandi smáskjálftavirkni næstu mánuði en ekkert bendir enn til frekari tíðinda í Kötlu.

Undanfarnir mánuðir hafa verið með afbrigðum rólegir hvað jarðskjálftavirkni varðar á og við landið og fátt fréttnæmt gerst.  Smáskjálftar hafa þó verið í víð og dreif eins og endranær , helst á Suðurlandi, úti fyrir Norðurlandi og í norðanverðum Vatnajökli.

Skjálfti í Kötlu

Skjálfti upp á 3,2 M varð í Kötlu í morgun.  Skjálftinn var grunnur og tengist líklega frekar jarðhitavirkni í jöklinum heldur en kvikuhreyfingum.  Átti hann upptök sín norðarlega í Kötluöskjunni.   Annars hefur Katla verið fremur róleg í sumar og haust miðað við árið áður og ekkert sem bendir til stórra tíðinda á svæðinu á næstunni.

 

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum í morgun:

Mbl.is : 3,2 stiga skjálfti í Kötlu

Ruv.is : Jarðskjálfti í Kötlu 3,2 af stærð

DV.is : Jarðskjálfti í Kötlu í morgun

Snarpur jarðskjálfti í Kötlu

Jarðskjálfti sem mældist 3,8 varð við Austmannsbungu sem er í norðausturbarmi Kötluöskjunnar laust fyrir kl. 16 í dag.  Skjálftinn fannst ekki í byggð.  Alls hefur um tugur skjálfta mælst í Kötlu í dag, flestir í öskjunni sjálfri en einn smár í Goðabungu.  Enginn órói hefur fylgt skjálftanum og á þessari stundu engar víbendingar um að eitthvað meira sé í aðsigi.  Skjálftavirkni í Kötlu nær yfirleitt hámarki síðsumars og á haustin og því má gera ráð fyrir fleiri atburðum af þessu tagi á næstunni.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Fréttir í fjölmiðlum af skjálftanum í dag:

Ruv.is – Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Mbl.is – Jörð skalf við Austmannsbungu

Katla að vakna af vetrarblundi

Það er nánast fastur liður eins og venjulega að skjálftavirkni eykst í Kötlu á sumrin og virknin helst nokkuð mikil fram á haust.  Jarðskjálftum hefur fjölgað í Kötlu í mánuðinum og í nótt varð hrina með um 20 grunnum smáskjálftum sem virðast tengjast jarðhitakerfum í Kötluöskjunni.

Eldfjöll bera að sjálfsögðu ekki skinbragð á árstíðir en það sem veldur aukinni virkni á sumrin og haustin í Kötlu eru þrýstingsbreytingar vegna snjóbráðnunar á jöklinum.  Það er því engin tilviljun að flest gos í Kötlu á sögulegum tíma verða síðla sumars og á haustin.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands og sýnir skjálfta í Mýrdalsjökli undanfarna sólarhringa.

Nokkur skjálftavirkni við Mýrdalsjökul og á Hengilssvæðinu

Siðastliðinn sólarhring hafa orðið allmargir smáskjálftar á víð og dreif við Mýrdalsjökul en þó flestir í Kötluöskjunni og svo vestan við hana, á Goðabungusvæðinu.  Þá hófst hrina smáskjálfta á Hengilssvæðinu sem tengist væntanlega niðurdælinu vatns á svæðinu á vegum Orkuveitunnar.

Samkvæmt óyfirförnum mælingum á vef Veðurstofunnar varð skjálfti upp á 5,0 um 196 km SSV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg um kl. 19:24.   Telja verður líklegt að sjá skjálfti hafi ekki orðið eða sé mun minni en þessar mælingar sýna.

Scroll to Top