Veruleg jarðskjálftavirkni norðan Herðubreiðar
Jarðskjálftavirkni hefur verið viðvarandi rétt norðan Herðubreiðar í þrjá sólarhringa og virðist draga lítið úr henni. Stærsti skjálftinn varð í upphafi hrinunnar, M 4,0 og fannst hann á Norðurlandi. það er sterkasti skjálftinn á þessum slóðum allt frá því að mælingar hófust þar fyrir rúmum 30 árum. Skjálftahrinur hafa orðið af og til á þessu svæði undanfarin ár, einkum við Herðubreiðartögl.
Athygli vekur að hluti skjálftanna eiga upptök á verulegu dýpi, 10- 15 km sem alltaf bendir til kvikuhreyfinga. það verður þó að teljast afar ólíklegt að sú kvika komist upp á yfirborðið á þessu svæði. Eldgos væri alltaf líklegast nær Öskju þó´sprungusveimur kerfisins teygi sig norður fyrir Herðubreið.
Órói hefur verið í Öskjukerfinu í heild frá Holuhraunsgosinu og verulegt landris mælst þar síðustu árin. Telja vísindamenn að mikið magn kviku hafi safnast fyrir í kvikuhólfi undi Öskju.