Jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl

Birta á :
Upptök skjálfta við Herðubreiðartögl skammt norðaustur af Öskju.  Mynd frá vefsjá á vef Veðurstofu Íslands.
Upptök skjálfta við Herðubreiðartögl skammt norðaustur af Öskju. Mynd frá vefsjá á vef Veðurstofu Íslands.

 

Jarðskjálftahrina hófst við Herðubreiðartögl á laugardag og stendur enn nú þrem sólarhringum síðar en heldur virðist vera að draga úr henni.  Stærsti skjálftann mældist M 3,9 og varð hans vart í byggð.  Hafa yfir 500 skjálftar mælst á svæðinu undanfarna sólarhringa.

Hrinur sem þessar hafa verið algengar í norðurgosbeltinu undanfarinn áratug, bæði við Upptyppinga og Herðubreiðartögl.  Eru þær að hluta til taldar tengjast jarðskorpuhreyfingum í Öskjueldstöðinni.

Mjög vel hefur verið fylgst með þessu svæði en ljóst er að hrinurnar eru hluti af langtímaferli sem gæti stöðvast eða hægt á sér, eða orðið upphaf af rek- og gliðnunarhrinu líkt og átti sér stað við Kröflu frá 1975-1984.   Rétt er að taka fram að ekkert bendir þó til að slíkt sé yfirvofandi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top