Skjálftahrina í Langjökli

Birta á :

Kortið sýnir upptakasvæðið - merkt með rauðu.Um 10 leitið í morgun hófst nokkuð öflug skjálftahrina í suðvestur- horni Langjökuls eða að því er virðist á milli Langjökuls og Þórisjökuls.  Samkvæmt vef Veðurstofunnar eru stærstu skjálftarnir hingað til 3,6 og 3,4 á Richter en þetta eru óyfirfarnar niðurstöður enn sem komið er.  Fyrsta klukkutimann mældust  nokkrir tugir skjálfta, flestir um 1,5 – 2,5 á Richter.

Skjálftahrinur í Langjökli eru nokkuð algengar en ekki hefur gosið í þessu eldstöðvakerfi síðan um árið 900.  Ekkert bendir enn sem komið er til þess að það sé eitthvað að breytast.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top