Vefurinn opinn en enn unnið við uppfærslu

16. Apríl 2021

Þá er búið að opna Eldgos.is á nýjan leik. Skipt var um útlitsþema sem var þónokkur aðgerð og er reyndar ekki alveg lokið því enn er verið að vinna í að laga undirsíður í aðalvalmynd, (submenu)
Helstu breytingar eru þessar:

  • Textinn er allur mun læsilegri, skipt um font og meira línubil
  • Síðan er orðin snjallsímavæn
  • Síðan ætti að vera mun hraðari því hún keyrir á Astra þemanu í WordPress kerfinu sem er mun einfaldara og betur kóðað en fyrra þema
  • Nú er bara einn hliðargluggi (Sidebar) í stað tveggja áður
  • Þemað býður upp á meiri fjölbreytni hvað varðar nýtingu á plássi en áður var

Allar ábendingar varðandi útlitið og efnistök eru vel þegnar!

Að lokum er bent á að stefnt er að því að selja auglýsingar á vefinn enda aðsóknin stöðugt að aukast.  Það verður nánar tilkynnt síðar.

Scroll to Top
%d bloggers like this: