Uppfærsla á vefnum – Eldgos.is mun liggja niðri í nokkra daga

Útlitsþemað sem Eldgos.is notast við er orðið nokkuð gamalt og þjónar illa nútímakröfum um viðmót á snjallsímum og spjaldtölvum auk þess sem nýjustu uppfærslur á WordPress og viðbótum vinna ekki með þessu þema.   það hefur staðið til í nokkurn tíma að fara í þessar breytingar en svo hófust umbrotin á Reykjanesskaga og það var varla hægt að taka niður vefinn meðan staðan var frekar óljós.  Nú virðist ástandið þar nokkuð stöðugt fyrir utan nýjar opnanir af og til á gossprungunni og má allt eins gera ráð fyrir langvarandi gosi.

Þessi vinna hefst væntanlega í fyrramálið, mánudagsmorgunn og vonandi gerist ekkert stórfenglegt á meðan!

Scroll to Top
%d bloggers like this: