Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu frá goslokum

Birta á :
Myndin er af skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í Bárðarbungu
Myndin er af skjálftavefsjá Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í Bárðarbungu

Í kvöld mældust snarpir jarðskjálftar í norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar.  Stærsti skjálftinn mældist M 4,9 og er stærsti skjálftinn í Bárðarbungu frá goslokum árið 2015.  Tveir aðrir nokkuð snarpir skjálftar mældust, M 3,8 og 3,7.  Skjálftarnir voru fremur grunnir eða á tæplega tveggja kílómetra dýpi.  Þá hafa á annan tug smærri skjálfta mælst.

Þrýstingurinn í  kringum eldstöðina virðist vaxa hægt og örugglega og skjálftarnir stækka i samræmi við það.  Það er athyglisvert að fyrir nákvæmlega ári síðan varð skjálftahrina í eldstöðinni á nákvæmlega sama stað nema hvað þeir skjálftar voru töluvert dýpri.  Sjá hér

Á meðan Bárðarbunga er að færa sig upp á skaftið virðist Öræfajökull vera að róast og þar er lítið um skjálfta.  Líklega hefur kvikuinnskotið sem þar hefur verið í gangi stöðvast , í bili amk.

Scroll to Top