Klukkan 22 14 í kvöld varð jarðskjálfti sem mældist 3.7 á Richter á sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Upptök skjálftans eru aðeins 2,6 km ANA af Grindavík. Fannst hann á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu. Þarna hefur skolfið undanfarna daga en þetta er þó stærsti skjálftinn i þessari hrinu. Skjálftar eru algengir á þessum slóðum.
Góðan daginn ég er hérna íbúi í Grindavík ég fann þrjá jarðskjálfta síðustu tvö kvöld, á eftir að vera mikill skjálftaórói á þessu svæði næstu daga?
En annars flott síða fróðleg og spennandi sérstaklega fyrir áhugamenn um jarðeðlisfræði. 🙂
Sæll Jónas
Takk,- Svona hrinur eru yfirleitt nokkra daga að fjara út, núna virðist mesti vindurinn úr þessari en gæti svosem tekið sig upp aftur. Slíkt gerist oft á Reykjanesskaganum en skjálftarnir þar verða sjaldan stórir sem er bót í máli:)