Skjálfti upp á 3,7 úti fyrir Norðurlandi

Í morgun mældist skjálfti upp á 3,7  um 30 km suðaustur af Kolbeinsey.  Einhverjir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.  Jarðskjálftar á þessu svæði sem tilheyrir Tjörnesbrotabeltinu eru algengir og geta orðið mjög harðir.  Hefur einmitt verið bent á það nýlega að langt er síðan sterkir skjálftar hafa orðið úti fyrir norðurlandi en þar geta skjálftar orðið jafnharðir og Suðurlandsskjálftarnir og jafnvel öflugri.

Eldgos á þessum slóðum eru hinsvegar sjaldgæf.  Síðasta eldgos sem vitað er um úti fyrir norðurlandi varð árið 1867 við Mánáreyjar um 5 sjómílur útaf Tjörnesi.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands

Fréttir í fjölmiðlum:

DV.is  Jarðskjálfti að stærð 3,7 suðaustur af Kolbeinsey

Mbl.is  Jarðskjálfti upp á 3,7 stig

Þitt álit

Scroll to Top
%d bloggers like this: