Jarðskjáltar um víða veröld
  • No Earthquakes

Skjálfti upp á 3,7 úti fyrir Norðurlandi

(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/06/tjornesbelti_skjalftar21jun12 NULL.jpg)Í morgun mældist skjálfti upp á 3,7  um 30 km suðaustur af Kolbeinsey.  Einhverjir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.  Jarðskjálftar á þessu svæði sem tilheyrir Tjörnesbrotabeltinu eru algengir og geta orðið mjög harðir.  Hefur einmitt verið bent á það nýlega að langt er síðan sterkir skjálftar hafa orðið úti fyrir norðurlandi en þar geta skjálftar orðið jafnharðir og Suðurlandsskjálftarnir og jafnvel öflugri.

Eldgos á þessum slóðum eru hinsvegar sjaldgæf.  Síðasta eldgos sem vitað er um úti fyrir norðurlandi varð árið 1867 við Mánáreyjar um 5 sjómílur útaf Tjörnesi.

Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/)

Fréttir í fjölmiðlum:

DV.is  Jarðskjálfti að stærð 3,7 suðaustur af Kolbeinsey (http://www NULL.dv NULL.is/frettir/2012/6/21/jardskjalfti-ad-staerd-37-sudaustur-af-kolbeinsey/)

Mbl.is  Jarðskjálfti upp á 3,7 stig (http://mbl NULL.is/frettir/innlent/2012/06/21/jardskjalfti_upp_a_3_7_stig/)

Athugasemdir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Færslusafn eftir mánuðum