Skjálftar við Tungnafellsjökul

Birta á :

Á Skírdag hófst skjálftahrina við Tungnafellsjökul sem er 1540 metra hátt lítt virkt eldfjall um 25 km. norðvestur af Bárðarbungu.  Af og til hafa komið fram skjálftar í sprungusveim fjallsins, þeir stærstu árið 1996 þegar spennulosun varð á svæðinu vegna elgossins í Gjálp.   Tungnafellsjökull er á mörkum þess að teljast virk eldstöð, aðeins er vitað um tvö lítil hraun við eldfjallið sem gætu verið frá nútíma.

Um 20 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti tæplegar 3 á Richter varð í nótt.  Athygli vekur að flestir eru skjálftarnir á um 10-12 km dýpi sem gæti bent til einhvernskonar kvikuhreyfinga undir eldstöðinni.

Meðfylgjandi mynd er fengin af skálftavefsjá veðurstofu Íslands.

Fréttir í öðrum miðlum um skjálftana:

mbl.is Jarðskjálftahrina við Tungnafellsjökul

vísir.is Skjálftahrina við Tungnafellsjökul

dv.is Jarðskjálftahrina hófst á Skírdag

ruv.is Skjálftar við Tungnafellsjökul

Annar fróðleikur um Tungnafellsjökul Meistaravörn Þórhildar Björnsdóttur, úrdráttur.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top