Skjálftar við Geirfuglasker
(http://www NULL.eldgos NULL.is/wp-content/uploads/2012/03/skjalftar_14mar2012 NULL.jpg)Jarðskjálftahrina hófst við Geirfuglasker ca. 25 km. suðvestur af Reykjanestá um kl. 20 30 í kvöld. Skjálftarnir eru flestir milli 2-3 á Richter samkvæmt mælum veðurstofunnar (http://www NULL.vedur NULL.is/)en athygli vekur að flestir þeirra eru á um 10-15 km dýpi. Það er frekar djúpt miðað við hefðbundna flekaskjálfta á eða við Ísland. Hrinan er enn í fullum gangi en þess ber að geta að skjálftar á þessum slóðum á Reykjaneshrygg eru mjög algengir.
Fyrir rúmum mánuði varð heldur öflugri hrina úti fyrir Reykjanesi en það var fjær landi en hrinan í kvöld. Þá er skemmst að minnast skjálftanna við Hafnarfjörð í byrjun mars. Það virðist því nokkur óróleiki í gangi á vestara gosbeltinu.
Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands (http://www NULL.vedur NULL.is/) og sýnir upptök skjálftanna í kvöld.
Skildu eftir svar