Skjálftahrina undan Reykjanesi

Birta á :
Skjálftaupptök á Reykjaneshrigg síðan í morgun.  Grænu stjörnurnar tákna skjálfta yfir M 3 af stærð.  Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.
Skjálftaupptök á Reykjaneshrigg síðan í morgun. Grænu stjörnurnar tákna skjálfta yfir M 3 af stærð. Myndin er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

 

Skjálftahrina hófst undan Reykjanesi, skammt suðvestur af Geirfugladrangi í morgun.  Tveir skjálftar hafa verið sterkastir, 3,6 og 3,4 stig en mikill fjöldi smærri eftirskjálfta hefur fylgt og hrinan er enn í fullum gangi.  Hrinur á þessum slóðum eru mjög algengar og standa gjarnan í nokkra daga.  Svo vill til að fyrir réttu ári, 9.maí 2013 varð hrina svo að segja á nákvæmlega sama stað.

Þess má vænta að hrinan standi yfir næstu sólarhringa en skjálftar um og yfir M 3 gætu fundist á Reykjanesskaganum og um og yfir M 4 víðar á Suðvesturlandi ef þeir eiga sér stað.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top