Ofureldfjöll – Yellowstone

Birta á :

Á næstunni ætlum við að bæta við efni um svokölluð ofureldfjöll (Super volcanoes) en þau eru talin vera 4-5 á jörðinni, ekkert þó á Íslandi til allrar hamingju.  Ofureldfjall er eldfjall sem getur framleitt yfir 1000 rúmkílómetra af gosefnum í einu eldgosi.  Til samanburðar komu upp um 19-20 rúmkílómetrar í Eldgjárgosinu  árið 934 sem er mesta gos Íslandssögunnar.   Eins og gefur að skilja hefði stórgos í ofureldfjalli mikil áhrif um allan heim og gæti jafnvel leitt til endaloka núverandi siðmenningar á jörðinni.  Á Youtube má finna mikið af góðu efni um ofureldfjöll og hér er vandaður þáttur úr smiðju BBC um ofureldstöðina Yellowstone í Bandaríkjunum. httpv://www.youtube.com/watch?v=o-zM8IQHVzI

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top