Uppfærsla

Birta á :

Nú er unnið af uppfærslu síðunnar.  Reynt verður að forðast að taka hana niður en það gæti þó verið óhjákvæmilegt í einhverjar klukkustundir næstu daga.

Að þessu sinni er um nokkra útlitsupplyftingu að ræða.  “Content” svæðið er stækkað til að nýta betur pláss en einnig til að síðan njóti sín betur á stærri skjám.  Síðuhausinn er uppfærður með nýjum myndum og litum á síðunni breytt eitthvað.

Fljótlega fara að birtast greinar um erlent efni og ýmis fróðleikur um jarðfræði.   Allar hugmyndir um viðbætur eða efnistök eru sem fyrr vel þegnar:)

2 thoughts on “Uppfærsla”

  1. Fyrst vil ég segja að ég er mjög ánægður með síðuna. Svo þegar ég hugsa um jarðfræði þá koma upp ýmsar spurningar t.d. Allt þetta hraun í Hafnarfirði. Nú hafði ég grun um að það hefði komið út Búrfellsgjá, en ég fann ekkert um það á síðunni. Eins þegar ég fer til Keflavíkur hvaðan kom allt þetta hraun. Nú dettur mér í hug bækurnar “Skáld við veginn” og “Sögur við veginn.”eftir Jón Hjálmarsson. Hvernig væri ef þú eða þið gerður kafla á síðunni sem héti ” Hraun við veginn”??? Þar sem kæmi fram hvaðan, hvenær og hve stórt í km2 er hraunið.
    Ég vil ítreka að ég er ánægður með síðuna, en eins og þar stendur “Mikið vill meira”

    Bestu kveðjur,
    Eyþór Heiðberg
    230434-4259

  2. Takk fyrir ábendinguna Eyþór. Hraunið í og umhverfis Hafnarfjörð er úr nokkrum eldstöðvum, þar á meðal Búrfelli sem gaus fyrir rúmum 7000 árum. Búrfellsgjá er ekki gossprunga, heldur hrauntröð sem Búrfellshraunið rann um að hluta til. En þetta með hraunin á leið til Keflavíkur – ágæt hugmynd!

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top