Mikil smáskjálftavirkni við Bláfjöll

Birta á :

Síðasta sólarhring hafa nokkrir tugir smáskjálfta nærri upptökum stóra skjálftans í síðustu viku við Bláfjöll.  Virknin hefur því tekið sig upp aftur og við það eykst hættan á fleiri stórum skjálftum á svæðinu.  Meðfylgjandi mynd af vef Veðurstofu Íslands sýnir upptök skjálfta, þeir nýjustu eru merktir með rauðu.  Flestir skjálftarnir eru af stærðinni 0,5-1,5 og á 4-7 km dýpi.  Á tímanum frá kl. 10 – 12 30  í morgun hafa mælst yfir 20 skjálftar á svæðinu og því mikil virkni í gangi.

5 thoughts on “Mikil smáskjálftavirkni við Bláfjöll”

  1. Kverkfjöll eru tiltölulega lítið rannsökuð með tilliti til gossögu en vitað er að þar hafa oft orðið mikil umbrot. jarðskjálftar eru þar alltíðir og það ætti ekki að koma neinum á óvart þó þar yrði eldgos í náinni framtíð.

  2. Kristján Loftur

    Ég var að velta fyrir mér hvort þessi Jarðskálfti uppá 7.2-3 hafi verið þegar flekar rekast saman og annar fer undir. Gæti verið að skjálfti sem varð hér hafi tengst flekamótum þessa fleka sem ætli gliðnun hafi átt sér stað við ísland. Gæti verið að kvika sé að safnast á ákveðnum svæðum hér undir landi og þrýsti flekkum undir þarna þar sem skálfti varð. Það væri gaman að rekja eitthvað af þessum pælingum fram í fyrri gos og forsögu á flekamótum mánuðum þar á undan.

  3. Kristján Loftur

    það er allt orðið svo rólegt hér við land skjálftgrofin segir ekki mikið seinustu kl tíma

  4. Kristján Loftur

    Það væri gaman að sjá hvað mælar á landiu sína um landris næstu kl tíma daga og vikur og mánuði það er nú sept í dag,

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top