.
Allt bendir til þess að lítið hlaup sé hafið úr Grímsvötnum í Vatnajökli. Mun það væntanlega koma fram í ánni Gígju síðar í dag. Eftir Grímsvatnagosið og stórhlaupið 1996 breyttust aðstæður í Grímsvötnum þannig að hlaupin eru minni og meinlausari en áður. Eldgosið í fyrra hafði ekki teljandi áhrif enda fylgdi því ekki hlaup.
Frétt Ruv um hlaupið: Lítið hlaup hafið í Grímsvötnum