Síðustu sólarhringa hafa mælst jarðskjálftar um 30-33 km. norðan við Hveravelli eða í nágrenni við Blöndulón. Sprungusveimur Langjökuls kerfisins nær líklega þetta langt en venjulega er þó mest skjálftavirkni í því kerfi við suðvesturenda jökulsins eða í norðurhluta hans. Á vef Veðurstofunnar má sjá þessa skjálfta en þeir eru sumir hverjir mjög djúpir, upptök allt niður á 22 km. dýpi sem er nú frekar óvenjulegt.
UPPFÆRSLA: Fimmtudagskvöldið 28. okóber herti mjög á hrinunni og mældist skjálfti um 3,7 á Ricther og annar um 3,1. Sá sterkari virðist eiga upptök á 18,5 km. dýpi. Styrkleiki hans var síðar færður niður í 3,2 eftir yfirferð.
Hvaða virk eldfjöll eru í nágrenni skjálftana?
Ekkert það sem við köllum í daglegu tali eldfjall, en útjaðar Langjökuls- eldstöðvakerfisins nær á þessar slóðir.