Langjökull

Skjálftahrina í Langjökli

Um 20 skjálftar hafa mælst í suðvestur- horni Langjökuls í morgun, flestir á bilinu 1-2 á Richter en þeir stærstu um 2.6 samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.  Síðast varð svipuð hrina um miðjan febrúar á sömu slóðum en nokkur óróleiki hefur verið í Langjökulskerfinu undanfarin misseri.  það þarf þó ekkert að vera óvanalegt því skjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum.  Eldgos hefur ekki orðið á þessum slóðum síðan um árið 900 þegar Hallmundarhraun rann.  Meðfylgjandi mynd sem sýnir upptök skjálftanna í morgun er fengin af vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftahrina í Langjökli

Kortið sýnir upptakasvæðið - merkt með rauðu.Um 10 leitið í morgun hófst nokkuð öflug skjálftahrina í suðvestur- horni Langjökuls eða að því er virðist á milli Langjökuls og Þórisjökuls.  Samkvæmt vef Veðurstofunnar eru stærstu skjálftarnir hingað til 3,6 og 3,4 á Richter en þetta eru óyfirfarnar niðurstöður enn sem komið er.  Fyrsta klukkutimann mældust  nokkrir tugir skjálfta, flestir um 1,5 – 2,5 á Richter.

Skjálftahrinur í Langjökli eru nokkuð algengar en ekki hefur gosið í þessu eldstöðvakerfi síðan um árið 900.  Ekkert bendir enn sem komið er til þess að það sé eitthvað að breytast.

Jarðskjálftar á undarlegum stað

Síðustu sólarhringa hafa mælst jarðskjálftar um 30-33 km. norðan við Hveravelli eða í nágrenni við Blöndulón.  Sprungusveimur Langjökuls kerfisins nær líklega þetta langt en venjulega er þó mest skjálftavirkni í því kerfi við suðvesturenda jökulsins eða í norðurhluta hans.  Á vef Veðurstofunnar má sjá þessa skjálfta en þeir eru sumir hverjir mjög djúpir, upptök allt niður á 22 km. dýpi sem er nú frekar óvenjulegt. 

UPPFÆRSLA:  Fimmtudagskvöldið 28. okóber herti mjög á hrinunni og mældist skjálfti um 3,7 á Ricther og annar um 3,1.  Sá sterkari virðist eiga upptök á 18,5 km. dýpi.  Styrkleiki hans var síðar færður niður í 3,2 eftir yfirferð. 

Langjökull — umfjöllun

Ný umfjöllun um eldstöðvakerfi :  LangjökullLangjökull

Nú hefur Langjökli verið bætt við í  umfjöllun um einstök eldstöðvakerfi.   Langjökull hefur verið tiltölulega lítt rannsakaður miðað við flestar aðrar virkar eldstöðvar á landinu en nokkur jarðskjálftavirkni af og til bendir til þess að undir jöklinum leynast vel virkar eldstöðvar.

Scroll to Top