Í dag hefur gengið yfir enn ein smáskjálftahrinan í Kötlu. Sem fyrr eiga flestir skjálftarnir upptök i öskjunni. Samkvæmt mynd af upptökum skjálftanna á vef Veðurstofunnar virðast upptökin raða sér á tvær sprungur með V-A stefnu í miðri öskjunni og sunnan til í henni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Skjálftarnir eru litlir, flestir á bilinu 0,5-2 á Richter en fjöldi þeirra er heldur meiri en vanalegt er á svo stuttum tíma. Þá hefur einnig komið fram órói á mælum sem helst líkist vatnsrennsli samkvæmt fréttum RÚV en ekki er enn vitað hvað er um að ræða. Almannavörnum hefur verið gert viðvart um ástandið þó hætta sé ekki talin yfirvofandi að svo stöddu.
Nú er sá tími sem helst er að vænta goss í Kötlu sé miðað við söguna. Eins og sést á töflunni hér að neðan um þau gos í Kötlu sem tímasetning er nákvæmlega vituð, þá hefjast öll gosin á tímabilinu maí- nóvember og langflest reyndar að hausti til. Þetta tengist snjóbráðnun og þ.a.l. þrýstingslétti á jöklinum en eldstöðin virðist viðkvæm fyrir slíkum breytingum og kemur þetta fram í aukinni skjálftavirkni á haustin. Enn er of snemmt að segja til um hvort gos verði í Kötlu þetta haustið en það verður ekki hjá því horft að það er líklegra en oft áður miðað við óróann undanfarna mánuði.
Ár |
gos hefst |
|
|
1580 |
11. Ágúst |
1612 |
12. Október |
1625 |
2. September |
1660 |
3. Nóvember |
1721 |
17. Maí |
1755 |
17. Október |
1823 |
26. Júní |
1860 |
8. Maí |
1918 |
12. Október |
Fréttir um atburði dagsins:
mbl.is
Rúv.is
Visir.is
Mjög fróðlegt Youtube videó um Kötlu:
httpv://www.youtube.com/watch?v=ji-yY3OmAZY&feature=player_embedded#!
Ár |
gos hefst |
|
|
1580 |
11. Ágúst |
1612 |
12. Október |
1625 |
2. September |
1660 |
3. Nóvember |
1721 |
17. Maí |
1755 |
17. Október |
1823 |
26. Júní |
1860 |
8. Maí |
1918 |
12. Október |