Aðrar færslur

Ofureldfjöll – Yellowstone

Á næstunni ætlum við að bæta við efni um svokölluð ofureldfjöll (Super volcanoes) en þau eru talin vera 4-5 á jörðinni, ekkert þó á Íslandi til allrar hamingju.  Ofureldfjall er eldfjall sem getur framleitt yfir 1000 rúmkílómetra af gosefnum í einu eldgosi.  Til samanburðar komu upp um 19-20 rúmkílómetrar í Eldgjárgosinu  árið 934 sem er mesta gos Íslandssögunnar.   Eins og gefur að skilja hefði stórgos í ofureldfjalli mikil áhrif um allan heim og gæti jafnvel leitt til endaloka núverandi siðmenningar á jörðinni.  Á Youtube má finna mikið af góðu efni um ofureldfjöll og hér er vandaður þáttur úr smiðju BBC um ofureldstöðina Yellowstone í Bandaríkjunum. httpv://www.youtube.com/watch?v=o-zM8IQHVzI

 

Uppfærsla

Nú er unnið af uppfærslu síðunnar.  Reynt verður að forðast að taka hana niður en það gæti þó verið óhjákvæmilegt í einhverjar klukkustundir næstu daga.

Að þessu sinni er um nokkra útlitsupplyftingu að ræða.  “Content” svæðið er stækkað til að nýta betur pláss en einnig til að síðan njóti sín betur á stærri skjám.  Síðuhausinn er uppfærður með nýjum myndum og litum á síðunni breytt eitthvað.

Fljótlega fara að birtast greinar um erlent efni og ýmis fróðleikur um jarðfræði.   Allar hugmyndir um viðbætur eða efnistök eru sem fyrr vel þegnar:)

Jarðskjálfti við Ingólfsfjall

Nokkuð snarpur jarðkjálfti að stærð 3,1 varð i Ingólfsfjalli skömmu eftir hádegi í dag.  Fannst hann vel í nágrenninu ss. í Hveragerði og á Selfossi.  Nokkur skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum undanfarnar vikur en þetta er stærsti skjálftinn hingað til.  Ingólfsfjall er um 550 metra hátt móbergsfjall og ekki virkt eldfjall.  Þau eldstöðvakerfi sem eru næst fjallinu eru Hengillinn í vestri og Grímsneseldstöðin í austri.

Þetta eru hinsvegar nær örugglega hefðbundnir brotaskjálftar.  Þess má geta að suðurlandsskjálftinn 2008 sem mældist 6,3 á Richter átti upptök sin undir Ingólfsfjalli.

Breytingar á eldgos.is – Erlent efni

Nú munu fara að birtast á eldgos.is fréttir af erlendum atburðum þ.e. jarðskjálftum og eldgosum þegar um meiriháttar atburði er að ræða.  Leitast verður við að útskýra orsakir atburðanna.  Að auki er fyrirhugað að setja inn greinar um ofureldstöðvar (supervolcanos) og stærstu eldgosum sögunnar gerð skil.

Skjálftar við Tungnafellsjökul

Á Skírdag hófst skjálftahrina við Tungnafellsjökul sem er 1540 metra hátt lítt virkt eldfjall um 25 km. norðvestur af Bárðarbungu.  Af og til hafa komið fram skjálftar í sprungusveim fjallsins, þeir stærstu árið 1996 þegar spennulosun varð á svæðinu vegna elgossins í Gjálp.   Tungnafellsjökull er á mörkum þess að teljast virk eldstöð, aðeins er vitað um tvö lítil hraun við eldfjallið sem gætu verið frá nútíma.

Um 20 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti tæplegar 3 á Richter varð í nótt.  Athygli vekur að flestir eru skjálftarnir á um 10-12 km dýpi sem gæti bent til einhvernskonar kvikuhreyfinga undir eldstöðinni.

Meðfylgjandi mynd er fengin af skálftavefsjá veðurstofu Íslands.

Fréttir í öðrum miðlum um skjálftana:

mbl.is Jarðskjálftahrina við Tungnafellsjökul

vísir.is Skjálftahrina við Tungnafellsjökul

dv.is Jarðskjálftahrina hófst á Skírdag

ruv.is Skjálftar við Tungnafellsjökul

Annar fróðleikur um Tungnafellsjökul Meistaravörn Þórhildar Björnsdóttur, úrdráttur.

Scroll to Top