Snörp hrina í Mýrdalsjökli í nótt

Birta á :

Óvenjusnörp jarðskjálftahrina varð í Mýrdalsjökli í nótt.  Mældust hátt í 70 skjálftar, þar af um 20 yfir 2 á Richter og 2-3 um 3 á Richter.  Upptökin eru í öskjunni norð-austanmegin.  Þetta er snarpasta hrinan frá því óróleikinn hófst í Kötlu í sumar.  Það fylgdi þó enginn gos- eða hlaupórói.

Skjálftarnir eru flestir grunnir sem er í sjálfu sér góðs viti þ.e. ekkert bendir til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið enn sem komið er allavega.  Myndin er af vef Veðurstofu Íslands og sýnir upptök skjálftanna í nótt.

mbl.is um 20 skjálftar yfir 2 stig

DV – snarpir skjálftar í Mýrdalsjökli

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top