Um 20 skjálftar hafa mælst í suðvestur- horni Langjökuls í morgun, flestir á bilinu 1-2 á Richter en þeir stærstu um 2.6 samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Síðast varð svipuð hrina um miðjan febrúar á sömu slóðum en nokkur óróleiki hefur verið í Langjökulskerfinu undanfarin misseri. það þarf þó ekkert að vera óvanalegt því skjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum. Eldgos hefur ekki orðið á þessum slóðum síðan um árið 900 þegar Hallmundarhraun rann. Meðfylgjandi mynd sem sýnir upptök skjálftanna í morgun er fengin af vef Veðurstofu Íslands.