ÓSTAÐFEST ELDGOS Í DYNGJUJÖKLI

Birta á :

 

 

Jarðskjálftar í Dyngjujökli.  Rauðu punktarnir eru nýjustu skjálftarnir og þar er eldgos sennilega hafið.
Jarðskjálftar í Dyngjujökli. Rauðu punktarnir eru nýjustu skjálftarnir og þar er eldgos sennilega hafið.

Veðurstofan telur að kvika hafi komist í snertingu við jökulinn í dag m.ö.o. að eldgos hafi hafist en vísindamenn á flugi á svæðinu hafa ekki getað staðfest atburðinn.

Hvað sem því líður þá jókst órói til mikilla muna og skjálftum fjölgaði mikið á svæðinu laust fyrir hádegi.  Um kl. 2 í dag varð svo skjálfti uppá M 4.5.   Hvort sem gos er hafið eða ekki þá er þróunin öll í þá átt að eldsumbrot eru að hefjast á svæðinu og mikið magn kviku streymir um bergganga neðanjarðar og hráefni í eldgos svo sannarlega til staðar.

NÝJUSTU FRÉTTIR FJÖLMIÐLA.

Mbl.is:  Útilokar ekki stórt gos

Visir.is: Hraungos hafið undir Dyngjujökli

Ruv.is:  Gosið talið lítið

.

UPPFÆRT 24. ÁGUST KL. 09 00

TVEIR GRÍÐARSTERKIR JARÐSKJÁLFTAR RIÐU YFIR MEÐ UPPTÖK Í BÁRÐARBUNGUÖSKJUNNI Í NÓTT. SÁ FYRRI VARÐ UM MIÐNÆTTI OG MÆLDIST M 5.3  SÁ SEINNI UM KL 5 30 VAR UM M 5 AF STYRKLEIKA. 

Skjálftum hefur fjölgað til muna, enn lengist berggangurinn til norðurs og órói virðist aukast í kviðum.  Þegar þetta er ritað virðist sem lágtíðniórói frá athugungarstöð á Dyngjuhálsi gefi merki um kviku mjög nálægt yfirborði en það er óstaðfest.

Hér sést á mynd af skjálftavefsjá Veðurstofunnar hvernig berggangurinn nálgast jökulröndina þar sem flestir rauðu punktarnir eru þ.e. nýjustu skjálftarnir.
Hér sést á mynd af skjálftavefsjá Veðurstofunnar hvernig berggangurinn nálgast jökulröndina þar sem flestir rauðu punktarnir eru þ.e. nýjustu skjálftarnir.

Þessi mikla gliðnunarhrina í Bárðarbungu er hvergi nærri yfirstaðin og virðist færast í aukana ef eitthvað er.  Innstreymi kviku í bergganginn virðist enn mikið, jafnvel meira síðasta sólarhringinn en sólarhringana þar áður. 

.

Hér birtum við mynd af vef Veðurstofunnar sem sýnir óróann frá mælum á bardarbunga_oroiDYN24ag2014Dyngjuhálsi. Þarna sést vel hvenær hrinan hefst þann 16.ágúst þegar miklar breytingar verða öllum tíðnisviðum en það eru einkum toppar i grænu og rauðu litunum sem þýðir lágtiðniskjálfta/óróa sem ber að fylgjast með.  Þarna sést toppurinn frá því í gær þegar menn töldu eldgos hafið og annar slíkur toppur er að eiga sér stað núna.  Hann gæti þýtt að kvika sé á ferð nálægt yfirborði.

Scroll to Top