Heimsókn á Krakatá

Birta á :

Anak KrakatoaSíðuhöfundur varð þeirrar ánægju aðnjótandi um helgina að heimsækja eitt frægasta eldfjall heims, Krakatá (Krakatoa) í Indónesíu.   Krakatá var eyja á milli hinna tveggja stóru eyja í Indónesíu, Súmötru og Jövu.  Í gríðarlegu gosi árið 1883 splundraðist eyjan og hvarf að mestu í hafið.  Hér er fróðleikur um það gos.

Anak Krakatoa eða barn Krakatá hefur risið úr sæ í öskjunni og er þar nokkuð viðvarandi eldvirkni.  Síðast var virkni i Anak Krakatoa fyrir aðeins 2 vikum og eins og sést á myndunum þá stíga enn gosgufur uppúr toppgígnum.

Það var 3ja tíma ökuferð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta, að ströndinni við vesturenda Jövu og svo 90 mínútna bátsferð til Krakatá.  Ógleymanlegt ævintýri.

We cannot display this gallery

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top