Öflugt eldgos veldur tjóni á Jövu

Öskufall í Yogakarta
Eldfjallið Kelud veldur nú miklum usla á eyjunni Jövu í Indónesíu. Kelud er eitt af 120 virkum eldfjöllum á eyjunni en Indónesía, einkum eyjarnar Java og Súmatra, er eldvirkasta svæði heims.
Að minnsta kosti tveir fórust þegar mikið sprengigos hófst í Kelud í gærkvöldi og hundruð þúsunda eru á flótta frá nærliggjandi héruðum. Öskuskýið hefur lokað öllum helstu flugvöllum á austur – Jövu og flugfélög hafa aflýst ferðum til og frá Balí sem er mjög vinsæl ferðamannaeyja undan austurströnd Jövu.
Ösku rignir niður á stóru svæði, allt frá næststærstu borg Jövu, Yogakarta austur af fjallinu til borgarinnar Surabaya sem er í um 130 km norðvestur af Kelud. Eyjan Java er ein þéttbýlasta eyja heims og búa þar um 135 milljónir manna en Java er um þriðjungi stærri en Ísland að flatarmáli.
.
.
.

Eyjan Java í Indónesíu
Tenglar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Kelud (http://en NULL.wikipedia NULL.org/wiki/Kelud)
http://abcnews.go.com/International/wireStory/indonesias-mount-kelud-java-island-erupts-22502220 (http://abcnews NULL.go NULL.com/International/wireStory/indonesias-mount-kelud-java-island-erupts-22502220)
http://news.yahoo.com/indonesia-39-mount-kelud-java-island-erupts-183710752.html (http://news NULL.yahoo NULL.com/indonesia-39-mount-kelud-java-island-erupts-183710752 NULL.html)
http://en.wikipedia.org/wiki/Java (http://en NULL.wikipedia NULL.org/wiki/Java)
Skildu eftir svar