Volcano House opnað í Reykjavík

Í maí var opnað að Tryggvagötu 11 í Reykjavik Volcano House eða eldgosahúsið.  Fyrir áhugafólk um eldgos og jarðfræði yfirhöfuð er þetta mjög áhugavert framtak.  Þar eru til sýnis hraun- og gjallsýni  frá ýmsum gosum, einstakar myndir, einstakir steinar úr Íslenskri náttúru svo eitthvað sé nefnt.  Þá er boðið uppá kvikmyndasýningar á klukkutíma fresti frá gosunum í Vestmannaeyjum og Eyjafjallajökli.  Kaffihús er á staðnum og tilvalið að fá sér kaffi og “meðþví” meðan Volcano House er skoðað.  Eldgos.is leit við á Volcano House og mælir eindregið með heimsókn þangað!

Volcano House Volcano House Volcano House

Þitt álit

Scroll to Top
%d bloggers like this: