Uppúr miðnætti hófst jarðskjálftahrina við Reykjanestá. Mikill fjöldi skjálfta hefur mælst. Til að byrja með voru þeir flestir smáir, um 1-2 af stærð en kl. 7.32 í morgun varð skjálfti af stærðinni 4,8 sem fannst víða um Suðvestanvert landið. Er þetta með stærri skjálftum sem mælst hafa á Reykjanesskaga undanfarin ár. Fjölmargir eftirskjálftar hafa mælst og hrinan enn í fullum gangi þó eitthvað hafi dregið úr henni.
Þrátt fyrir að þetta sé mjög eldbrunnið svæði þá er ekkert sem bendir til annars en að þetta séu hefðbundnir brotaskjálftar á flekaskilum. Skjálftahrinur á Reykjanesskaganum geta verið þrálátar og má þvi ætla að þarna skjálfi eitthvað áfram og ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta á bilinu 4-5 af stærð. Flestir skjálftarnir eru á um 4-6 km. dýpi.
Fréttir af skjálftunum:
Mbl.is: Jörð skelfur við Reykjanestá
Ruv.is: Skjálfti af stærð 4,8 fannst víða
.
.
.
.
.