Snarpir skjálftar rétt við Hafnarfjörð

Birta á :

Um kl. 00 30 í kvöld varð allsnarpur jarðskjálfti sem fannst vel a höfuðborgarsvæðinu.  Skjálftinn átti upptök við Helgafell uþb. 10 km. suður af Hafnarfirði og er skv. mælum Veðurstofunnar á um 3,8 km. dýpi.   Þegar þetta er skrifað um kl. 01 04 varð annar snarpur skjálfti sem fannst mjög vel í höfuðborginni og má ætla að hafi verið um 3,5 -4 af stærð.  Heyrðist greinilegur hvinur á undan honum.  Samkvæmt sjálfvirkum mælum viðurstofunnar mælist hann 3,9.

Fyrr í kvöld urðu tveir skjálftar  af svipaðri stærð norður af Gjögri, fyrir minni Eyjafjarðar.  Fundust þeir kippir víða við vestanverðan Eyjafjörð.

Meðfylgjandi mynd er af vef Veðurstofunnar og sýnir jarðskjálfta síðustu 2 sólarhringa.

UPPFÆRT KL. 14 26

Hrinan við Helgafell fjaraði út á nokkrum klukkustundum en gæti tekið sig upp aftur.  Varla er þó við því að búast að skjálftarnir verði stærri en þeir sem urðu í nótt en sá síðari mældist 4,2M.  Eins og fram kemur í þessari frétt mbl.is þá urðu skjálftarnir nær höfuðborgarsvæðinu en vant er og á minna sprungnu svæði.  Því fundust þeir mjög vel og ollu jafnvel einhverjum skemmdum á húsum í Vallarhverfinu í Hafnarfirði samkvæmt fréttum.

Skjálftarnir í nótt urðu á sprungu sem liggur frá Kleifarvatni, um Sveifluháls og að Rauðavatni.  Þannig gætu orðið skjálftar á þessari sprungu enn nær byggð en í gærkvöldi þó ekkert bendi svosem til þess.

Vert er að vekja athygli á góðri bloggfærslu Ómars Ragnarssonar um þessa skjálfta og Reykjanesskagann.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top