Nokkuð snarpir skjálftar á Reykjaneshrygg

Birta á :

Jarðskjálftahrina hófst í nótt á Reykjaneshrygg um 60-70 km. sv. af Reykjanestá.  Hrinan stendur enn og eru stærstu skjálftarnir hingað til um og yfir 3 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælum Veðurstofunnar. Jarðskjálftahrinur á þessum slóðum eru algengar og oft mun öflugri en þessi.  Ein slík hrina varð í ágúst 2011 en þá mun nær landi og með skjálftum upp á 4 á Richter.

Meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Veðurstofu Íslands sýnir upptök skjálftanna.  Grænar stjörnur eru skjálftar yfir 3 á Richter.

Uppfært kl. 13:36 Hrinan færðist nokkuð í aukana uppúr kl. 10 í morgun og allmargir skjálftar um 2,5-3 hafa orðið síðan þá.  Ekkert bendir þó til annars en að þetta sé hefðbundin jarðskjálftahrina á Reykjaneshryggnum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll to Top