.
Á laugardag hófst jarðskjálftahrina við Vifilsfell við enda Bláfjallaranans. Í dag herti mikið á hrinunni og mældust yfir 100 skjálftar, þar af tveir um M 2,9 af stærð en langflestir eru þeirþó um 0,5-1,5 af stærð. Miðað við staðsetninguna mátti fyrst ætla að þessir skjálftar tengdust niðurælingu affallvatns hjá Orkuveitunni en þetta er reyndar nokkrum kílómetrum suðvestur af því svæði og er því ekki skýringin.
Hinsvegar eru smáskjálftahrinur mjög algengar á Reykjanesskaganum og Hengilssvæðinu án nokkurra eftirmála svo þessi hrina kemur lítið á óvart og má búast við að eitthvað skjálfi þarna áfram.
Myndin sem fengin er af vef Veðurstofu Íslands sýnir upptök, fjölda og stærð skjálftanna undanfarna sólarhringa.